Bergara HMR fyrir vinstri öxl.

Jói byssusmiður hefur fengið það staðfest að Bergara komi til með að bjóða þeim sem skjóta af vinstri öxl veiðiriffla.

B14 Timber verður fáanlegur í cal 308 Win með boltahandfangið vinstramegin. B14 HMR verður fáanlegur í cal 308 Win og 6.5 Creed.

Bergara Ridge

Nýtt hjá Jóa byssusmið.
Nú er komið í hillur Begara Ridge veiðiriffill. Þetta er upp á útlensku light varmint og stundum vefst fyrir undirrituðum að snara því yfir á Íslensku. Varmint skotfimi er ættuð úr Ameríkuhrepp og þróaðist á sléttum þar sem ferfættlingum var fækkað á mjög löngum færum af ýmsum ástæðum. Svona svipað og með refinn hjá okkur. Varmint rifflar eru þunghleyptir og með stuttum lásum. Svo eru til ótal afbrigði af því sem afsanna þá alhæfingu að Varmintlásar eigi að vera stuttir. Sá sem hannaði Bergara Ridge fer bil beggja og snúningur í hlaupi er 1 á móti 11 tommum. Flestir rifflar í cal 308Win eru ýmist með 10 eða 12 snúning. Hlaupið er 22 tommur og sverleiki við hlaupenda 19mm. Bergara Ridge er með 3 skota losanlegan skotgeymir. Hlaup er frítt frá skefti sem er úr sterku gerfiefni sem svignar ekki þegar skotið er af tvífæti. Bergara Ridge er góður alhliða veiðiriffill sem uppfyllir kröfur þeirra sem ætla sér að halda til veiða á hreindýrum og njóta þess að vera með góða veiðibyssu á skotvellinum.

Sending af Mauser og Bergara.

Fyrir skömmu fékk Jói byssusmiður sendingar frá Spáni og Þýskalandi. Þú færð Mauser riffla hjá Jóa byssusmið á verði frá 125.000 kr.

Þá má einnig geta þess að Bergara rifflar frá Spáni eru vandaðir gripir og fást á verði undir 100.000 kr. Bergara BA13 Take-Down hafa fengið góðar viðtökur hjá þeim sem ferðast létt og vilja trausta veiðiriffla í slark.

 

Rjúpnaskot.

Hvað skot á ég að nota er oftar en ekki spurt um í upphafi rjúpnavertíðar. Mitt svar við því er góð skot því dagar eru fáir sem gefast til veiða og oft er farið um langan veg til þess að komast á veiðislóð. Fiocchi haglaskotin koma frá Ítalíu og fást hjá Jóa byssusmið. Haglastærð #5 er ákjósanleg.

Notaðar veiðibyssur.

Oft má gera góð kaup í notuðum veiðibyssum. Hjá Jóa byssusmið færðu meðal annars Mauser M03 á 250.000 kr.(Mauser Seldur) Raunvirði með sjónaukafestingum er um eða yfir 700.000 kr. Auk þess má nefna Bettinsoli Overlnd á 220.000kr sem er afar hagstætt verð. Bettinsoli Overland var góðærisbyssa fyrir 10 árum. Nánari lýsingar má sjá hér á heimasíðu í dálknum fyrir notaðar byssur og enn betra er að koma á Dalbraut 1 og skoða með eigin augum.

Mauser M03. Cal 300 Win Short Magnum.
Verð: 250.000 kr Seldur.

Á haustin brúkum við haglabyssur.

Á haustin brúkum við haglabyssur og veitir Jói byssusmiður hollráð við val á veiðibyssum. Það skiptir öllu máli að byssan falli vel að öxl og þar sem við erum misjöfn af guði gerð er ekki sjálfgefið að haglabyssa ný úr kassanum uppfylli væntingar. Það er óþarfi að laga það sem ekki þarf að laga en þess meiri ástæða til að nýta sér þekkingu byssusmiðs þegar það á við. Þú færð Bettinsoli á verði frá 149.000 kr. Hjá Jóa byssusmið.

Mauser M18.

Eitt af því fyrsta sem ég tók eftir er ég fór að handleika Mauser M18 var skeftið. Stamt á réttum stöðum og laust við sveigju. Það er fátt sem veldur meiri vonbrigðum þegar farið er með nýjan veiðiriffil í fyrsta skipti og skeftið legst utan í hlaup þegar tvífótur er kominn á.

Það er hægt að treysta því að skeftin frá Mauser standast væntingar.