Bergara Ridge

Nýtt hjá Jóa byssusmið.
Nú er komið í hillur Begara Ridge veiðiriffill. Þetta er upp á útlensku light varmint og stundum vefst fyrir undirrituðum að snara því yfir á Íslensku. Varmint skotfimi er ættuð úr Ameríkuhrepp og þróaðist á sléttum þar sem ferfættlingum var fækkað á mjög löngum færum af ýmsum ástæðum. Svona svipað og með refinn hjá okkur. Varmint rifflar eru þunghleyptir og með stuttum lásum. Svo eru til ótal afbrigði af því sem afsanna þá alhæfingu að Varmintlásar eigi að vera stuttir. Sá sem hannaði Bergara Ridge fer bil beggja og snúningur í hlaupi er 1 á móti 11 tommum. Flestir rifflar í cal 308Win eru ýmist með 10 eða 12 snúning. Hlaupið er 22 tommur og sverleiki við hlaupenda 19mm. Bergara Ridge er með 3 skota losanlegan skotgeymir. Hlaup er frítt frá skefti sem er úr sterku gerfiefni sem svignar ekki þegar skotið er af tvífæti. Bergara Ridge er góður alhliða veiðiriffill sem uppfyllir kröfur þeirra sem ætla sér að halda til veiða á hreindýrum og njóta þess að vera með góða veiðibyssu á skotvellinum.